Sendu okkur línu til að fá tilboð fyrir hópinn þinn
2 Gistiheimili á staðnum
Brekkukot er 25 manna gistiheimili með 10 uppábúnum herbergjum. Herbergin eru mismunandi allt frá tveggja manna kojuherbergi uppí 4ja manna íbúð. Stórt fullbúið eldhús er í miðrými hússins, sólskáli og sameginleg salernis og sturtuaðstaða.
Veghús er 18 manna gistiheimil með 8 uppábúnum herbergjum. Sex herbergjanna eru 2ja manna og tvö herbergjanna eru 3-4 manna litlar íbúðir. Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Í miðrýminu er sameiginleg eldhúsaðstaða, stofa og svalir með palli.
Ráðstefnusalur
Ráðstefnusalurinn í Sesseluhúsi er fyrir um 100 manns með fullkomnum tæknibúnaði, þ.e. stóru breiðtjaldi, skjávarpa, tölvu og góðu hljóðkerfi.
Jógasalur með arinstofu
Hægt er að leigja úr jógasalinn og halda námskeið á staðnum eða koma með þinn hóp og fá námskeið. Í jógasalnum er einnig stóra og fallegur arin.
Kærkomin sveitakyrrð
Sólheimar eins og borg í sveit. Búðu til góðar minningar á ferðalagi þínu um Ísland. Með hækkandi sól og lengri og bjartari kvöldstundum kviknar löngunin til að komast út í náttúruna, ganga um fallegt landslag, finna ilminn af nýsprottnu grasi og fylgjast með mannlífinu. Á Sólheimum getur þú fengið alla þessa upplifun og meira til.
Fleira sem þú gætir haft gaman af
Lífleg Sólheimaleiðsögn, Kaffihúsið Græna Kannan, Umhverfissetrið Sesseljuhús
Lífleg Sólheimaleiðsögn
Sólheimar er skemmtilegur staður fyrir ferðamenn að sækja heim. Hið listræna, skapandi, alþjóðlega og umhverfisvæna andrúmsloft sem ríkir á staðnum hefur sterkt aðdráttarafl.
BÓKA LEIÐSÖGNKaffihúsið Græna Kannan
Græna Kannan er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna Kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjurtagarðinum Tröllagarði.
SKOÐAUmhverfissetrið Sesseljuhús
Umhverfissetrið Sesseljuhús er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er leigt út til jógahópa, ráðstefnu og fundarhalds og hafa viðskiptavinir verið sérstaklega ánægðir með aðstöðuna.
SKOÐAPóstlisti
Tilgangur fréttabréfsins er að upplýsa um hvað er að gerast á Sólheimum, hvernig lífið hjá okkur gengur fyrir sig, hvað er á döfinni hverju sinni og veita ykkur innsýn á í þá vöru og þjónustu sem Sólheimar bjóða uppá. Síðast en ekki síst er fréttabréfið hugsað til að gleðja og upplýsa okkar dyggu fylgjendur um daglegt líf í okkar mannbætandi byggðarhverfi.