Menu
Menu
parallax

Skógræktin Ölur

Skógrækt og Kolefnisbinding

Skógræktin Ölur var stofnuð 1991 og hefur frá þeim tíma framleitt tré til skógræktar í eigin landi og til sölu fyrir almenning og fyrirtæki. Ölur hefur umsjón með ræktun, plöntun og umhirðu skógræktarsvæðis Sólheima á um 200 hektara landi.

Unnið er að stóraukinni trjáframleiðslu með samningum við Skógræktina ásamt samningum um kolefnisjöfnun fyrir fyrirtæki. Árið 2021 voru gróðursettar um 4000 aspir og 2400 Sitkagreni ásamt fleiri tegundum. Með bættum tækjabúnaði; sáningarvél, bakkafyllingavél og vikurdreifara, sem tekinn var í notkun 2022 hefur trjáframleiðslan stóraukist.

Í gegnum tíðina hefur Ölur gert tilraunir með annarskonar ræktun. Í gangi er tilraun með eplaræktun sem lofar góðu. Jarðberjaplönturnar hafa einnig skilað góðri uppskeru.

Eiður Eyþórsson Skógræktarstjóri Sólheima vitir frekari upplýsingar um skógrækt á Sólheimum og kolefnis jöfnun í samstarfi við Sólheima. eidur(hja)solheimar.is eða í síma 848-5993

Ljósmyndir Leifur Þór Ragnarsson

Sólheimaskógur og Kolefnisjöfnun

Skógræktin Ölur hefur umsjón með ræktun, plöntun og umhirðu skógræktarsvæðis Sólheima.
Plöntunin hófst 1991 og er ræktað á 200 hektara svæði í landi Sólheima. 

Við viljum bjóða ykkur að kolefnisjafna starfsemi fyrirtækisins í samvinnu við Sólheima með því að gróðursetja tré í Sólheimaskógi eða í samstarfi við Skógræktina. Öll okkar ræktun er lífræn og vottuð af Vottunarstofunni Tún.


Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um Kolefnisjöfnun með Sólheimum 
eða hér til að vara beint í netverslun og kaupa kolefnisjöfnun. 

Trjásafn Sólheima

Leirgerð

Trjásafn Sólheima var formlega opnað 5. júlí 2005 á 75 ára afmæli Sólheima. Í garðinum eru um 50 tegundir trjáplatna. 

1 SÚLUBLÆÖSP
2 HENGIBJÖRK (Vörtubjörk)
3 STEINBJÖRK
4 ILMBJÖRK
5 ÚLFAREYNIR
6 BLÆÖLUR
7 BERGFURA
8 RUNNAREYNIR
9 SITKAGRENI
10 SITKAÖLUR
11 KASMÍRREYNIR
12 SVEIGFURA
13 ALASKAÖSP
14 BLÓÐBEYKI
15 EPLA TRÉ
16 SÍBERÍUÞINUR 

17 HROSSAKASTANÍA
18 BRODDFURA
19 ILMREYNIR
20 FJALLAGULLREGN
21 GARÐAHLYNUR
22 SKRAUTREYNIR
23 RAUÐGRENI
24 BLÁGRENI
25 HVÍTGRENI
26 ALASKAVÍÐIR ‘Gústa’
27 LINDIFURA
28 RÓSAREYNIR 
29 GRÁREYNIR
30 GRÁÖLUR
31 ÁLMUR
32 SNÆREYNIR

33 SKÓGARFURA
34 STAFAFURA 
35 SUMAREIK
36 EVRÓPUASKUR
37 KNAPPAREYNIR
38 BLÆÖSP
39 ALPAREYNIR
40 FJALLAFURA
41 FJALLAÞINUR
42 HREGGSTAÐAVÍÐIR
43 SELJA
44 HEGGUR
45 KÖRFUVÍÐIR
46 STRANDAVÍÐIR
47 JÖRFAVÍÐIR ‘Katla’
48 VIÐJA

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!