Menu
Menu

Heiðursborgarar Sólheima

Nafnbótin heiðursborgari  Sólheima hefur sérstaka merkingu að Sólheimum. Frá stofnun Sólheima árið 1930 hafa aðeins tveir einstaklingar hlotið þessa heiðursnafnbót. Báðir þessir einstaklingar unnu að uppbyggingu Sólheima og velferð íbúa staðarins í áratugi.

Gunnar Ásgeirsson

Gunnar Ásgeirsson stórkaupmaður var útnefndur heiðursborgari Sólheima 24. maí árið 1990. Gunnar fæddist 7. júní 1917 á Flateyri við Önundarfjörð. Hann var einn stofnfélaga Lionsklúbbsins Ægis 6. mars 1957, formaður Ægis 1960 – 1961 og síðar umdæmisstjóri.

Gunnar starfaði um langt árabil í Líknar- og Sólheimanefnd Ægis og hafði m.a. umsjón með viðbyggingu Sólheimahússins fyrir hönd Ægis. Gunnar var virkur þátttakandi í gróðursetningarferðum og jólaskemmtunum Ægismanna að Sólheimum svo og endurbyggingu sundlaugar og búningsklefa.
Gunnar var sæmdur Fálkaorðunni 1978 en lést 7. júlí 1991.

Gunnar Ásgeirsson

Tómas Grétar Ólason

Tómas Grétar Ólason verktaki var útnefndur heiðursborgari Sólheima 5. júlí árið 2000. Tómas Grétar er fæddur í Reykjavik 11. febrúar árið 1935. Tómas Grétar gekk til liðs við Lionsklúbbinn Ægi árið 1968 og var formaður um skeið og virkur félagi í Líknar- og Sólheimanefnd klúbbsins. Hann sat í framkvæmdastjórn Sólheima frá 1984 – 2000 lengst af sem varaformaður og í fulltrúaráði Sólheima frá stofnun þess 1987.

Tómas Grétar var starfi Sólheima traustur bakhjarl. Þekking og löng reynsla af verklegum framkvæmdum nýttist Sólheimum vel í öllu uppbyggingarstarfi. Í desember ár hvert mæta Ægismenn austur að Sólheimum og efna til jólafagnaðar með íbúum. Þar hefur Tómas Grétar verið í fararbroddi um langt árabil.
Tómas Grétar var sæmdur Fálkaorðunni árið 2004.

Tómas Grétar Ólason
Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!