Fyrirtækin
Græna Kannan er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur.
Græna Kannan er staðsett í hjarta Sólheima. Í vetingarnar er nota hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjurtagarðinum Tröllagarðinum.
Boðið er upp á nýbrennt og malað lífrænt Sólheimakaffi ásamt hinni margrómuðu tómatsúpu, heimabakað brauð, kökur og annað góðgæti. Á virkum dögum frá klukkan 11:30 til 13:00 er Mötuneyti Sólheima í Grænu Könnunni opið fyrir matargesti. Seldur er afbragðs hátegismatur bæðir fyrir grænkera og aðra.
Oft eru uppákomur í kaffihúsinu og má sjá yfirlit yfir komandi atburði í dálknum „Á döfinni“ í Upplýsingatorginu.
Í Grænu Könnunni má einnig finna Verslunina Völu sem er með úrval fallegra listmuna ásamt úrvali af helstu matvörum.
Listhús Sólheima er einnig staðsett í Grænu Könnunni. Þar eru reglulega settar upp listsýningar. Aðal sýning ársins er Sumarsýning Vinnustofa Sólheima. Þar sýnir myndlistafólkið afrakstur vinnu vetrarins.
Verið velkomin í kaffi á Grænu Könnuna!
Opnunartími:
Opið alla daga 12:30 - 16:30
Alla daga frá klukkan 11:00 til 16:00
Opið alla daga 12:30 - 16:30
Mötuneytið er opið alla virka daga frá klukkan 11:30 til 13:00
Nánari upplýsingar í síma 422-6072 eða solheimar(hjá)solheimar.is
Ásamt því að selja helstu nytjavörur þá er Verslunin Vala með úrval fallegra listmuna sem fegra og gleðja. Vörur og listmunir sem framleiddir eru á Vinnustofum Sólheima eru til sölu í Völu eins og kerti, hönnunarvörur úr tré, vefnaður, textíl, útsaumur og myndlist.
Einnig eru þar Tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima.
Við bendum einnig á Vefverslun Sólheima þar sem margar af vörum okkar eru fáanlegar.
Gistiheimili Sólheima
Gistiheimili Sólheima er opið árið um kring. Í boði er gisting í tveimur húsum Brekkukoti og Veghúsum, samtals 46 rúm.
Í Brekkukoti eru 8 tveggja manna herbergi, 2 þriggja mann herbergi og ein fjögurra manna íbúð með baðherbergi og eldhúskrók. Rúmgóð eldunaraðstaða er í húsinu, vistleg sjónvarpsstofa og falleg sólstofa.
Í Veghúsum eru 6 tveggja manna herbergi með sér snyrtingu og 2 íbúðir. Góð eldunaraðstaða er í húsinu auk fallegrar og rúmgóðar stofu með stórum sólpalli og fögru útsýni.
Gestir geta sjálfir séð um matseld að hluta eða að öllu leyti, en í boði er morgunverður, hádegisverður, kaffi og kvöldverður fyrir hópa ef óskað er. Hægt er að fá barnarúm eftir pöntun.
Opnunartími:
Opið allt árið
Nánari upplýsingar í síma 775-0123 eða gisting(hjá)solheimar.is