Garðar Sólheima
Sólheimar eru að byggja upp sjö mismunandi garða sem í framtíðinni munu setja sterkan svip á samfélagið, fegra staðinn og auka lífsgæði íbúa og gesta.
Þó svo að hver garður sé sérstakur og hafi sinn afmarkaða tilgang þá munu garðarnir tengjast og byggjast upp sem ein heild.
Höggmyndagarður
Garðurinn var formlega opnaður á 70 ára afmæli Sólheima. Í garðinum eru 10 afsteypur listaverka eftir frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar frá aldamótum 1900 til 1950 eða frá Einari Jónssyni til Gerðar Helgadóttur. Í framtíðinni er stefnt að því að í garðinum verði að finna eitt verk eftir alla viðurkenda íslenska höggmyndalistamenn á síðustu öld.
Listir og menningarstarf hafa ávallt verið snar þáttur í starfi Sólheima, þar sem áhersla hefur verið lögð á leiklist, tónlist og myndlist. Á 70 ára afmæli Sólheima 5. júlí árið 2000 opnaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra formlega höggmyndagarð Sólheima.
Höggmyndagarður Sólheima er með 14 höggmyndum eftir jafn marga listamenn og er eins konar vísir að yfirlitssýningu á íslenskri höggmyndalist 1900 – 1950. Þá eiga Sólheimar höggmyndina „Stafnbúinn“ eftir Helga Gíslason, sem gefin var Sólheimum 1995 í tilefni 50 ára afmælis Péturs Sveinbjarnarsonar stjórnarformanns Sólheima. Myndin stendur á Austur Ási fyrir ofan byggðina.
Markmiðið með garðinum er þríþætt:
Að skapa fagurt og menningarlegt umhverfi í hjarta byggðarinnar, sem íbúar geta notið allt árið
Að heiðra minningu brautryðjenda íslenskrar höggmyndalistar
Að laða að innlenda og erlenda ferðamenn og þannig auka tekjur af sölu afurða frá fyrirtækjum og vinnustofum á Sólheima
Tröllagarðurinn
Vistmenningargarður (e. Permaculture) er staðsettur í hjarta Sólheima og er stolt íbúa staðarins. Garðurinn er öllum opinn og notaður sem heilunar- og matjurtagarður fyrir íbúa Sólheima. Sesselja Hreindís var frumkvöðull í lífefldri og lífrænni ræktun á Norðurlöndum 1930 og í raun fyrsti umhverfissinnin.
Við opnun garðsins var efnt til nafnasamkeppni og kusu íbúar nafnið Tröllagarður. Hér eru ræktaðar ýmsar jurtir og grænmeti sem nýta má til matar. Íbúar eru hvattir til þess að mæta í garðinn og vinna, enda er garðyrkja mjög heillandi og nærandi iðja. Hægt er að sækja sér kryddjurtir, baunir, salat eða tómata í kvöldmatinn. Yfir sumartímann sækir kaffihúsið Græna Kannan salat og kryddjurtir í garðinn fyrir gesti sína. Í garðinum eru blóm, stígar, upphækkuð beð, bekkir, eldstæði, ljóð, listaverk, álfar og fleira sem gerir dvöl þar mjög ánægjulega.
Tröllagarðurinn blómstrar nú sem aldrei fyrr og á stóran þátt í þeirri fallegu ásýnd sem Sólheimar hafa. Umsjón með garðinum hafa starfsmenn garðyrkju-stöðvarinnar Sunnu og Sesseljuhúss, auk garðálfsins Valgeirs Fridolfs Backman sem er upphafsmaður og sér um hönnun og skipulag vistmenningargarðsins.Trúir þú á tilvist álfa!
Myndir af Tröllagarðinum
Ljóðagarður
Nú þegar eru í garðinum ljóð eftir Matthías Jóhannnesen, Þórarinn Eldjárn og Þorstein frá Hamri. Ljóðin í ljóðagarði fjalla öll um Sólheima.
Orkugarður
Orkugarður Sólheima verður með fræðslu bæði innan- og utandyra. Miðstöð garðsins er í Sesseljuhúsi. Í anddyri Sesseljuhúss verður upplýsingaskilti um Orkugarðinn og einnig verða sett upp upplýsingaskilti við hvern orkugjafa utandyra og göngustígar munu tengja saman sýningarsvæði mismunandi orkugjafa í eina heild.
Á Sólheimum er Orkugarður þar sem hugmyndin er að skapa fræðslugarð um endurnýjanlega orkugjafa fyrir ferðamenn og skólahópa. Nú þegar er margt á staðnum sem nýtist í þennan garð sem verður dregið saman í eina heild og styrkir hugmyndafræði Sólheima.
Garðurinn mun nýtast til móttöku hópa, en Sesseljuhús tekur þegar á móti miklum fjölda nemenda og annarra gesta á ári hverju í fræðsluheimsóknir. Ganga um Orkugarðinn hefst í Sesseljuhúsi en þar er orkusýning skoðuð á sýningu á endurnýjanlegum orkugjöfum sem þegar er búið er að setja upp í húsinu. Síðan er gengið um merktan stíg á Sólheimum og endað í Ölri þar sem jarðgerðarvélin er staðsett. Þannig er hægt að fræðast um sjálfbæra orkuvinnslu jarðvarma, vatnsorku, vindorku og líforku (jarðgerð) samhliða þessum göngutúr fá gestir góða yfirsýn yfir byggðahverfið á Sólheimum. Með tilkomu Orkugarðsins mun skólahópum bjóðast að vinna verkefni í Sesseljuhúsi eða fræðast um önnur málefni tengd sjálfbærni og orkumálum.
Dæmi um endurnýjanlega orkugjafa á Sólheimum eru:
Jarðvarmi
Sólheimar eiga sína eigin hitaveituborholu og er heitt vatn úr henni notað við alla húshitun innan svæðisins og í heitt kranavatn.
Hitaveita Sólheima er sjálfstætt starfandi fyrirtæki í eigu Sólheima og er staðsett í litlu húsi í jaðri þorpsins. Stefnt á að gera borholuna sýnilegri, t.d. með því að setja stóran glugga á húsið með skýringum á því hvernig jarðvarminn er nýttur. Skýrt verður á aðgengilegan hátt hvernig hitaveitur á Íslandi virka, allt frá holu til ofna.
Sólheimar eru með skiptisamning við Stærri Bæ um skipti á heitu og köldu vatni og kemur allt kalt vatn Sólheima frá Stærri Bæ.
Auk þess reka Sólheimar eigið dreifikerfi fyrir sjónvarp, rafmagn og fráveitu.
Sólarorka
Á þaki Sesseljuhúss er stærsta sólarsellusamstæða á Íslandi, með 15 sólarsellum sem hver er 140 W, alls því 2,1 kW. Sýnishorn af sólarsellum er á sýningunni um sjálfbæra orkugjafa í húsinu.
Vatnsorka
Á Sólheimum er heitur lækur (náttúrulegur lækur þar sem í rennur affall frá hitaveitunni) sem rennur með þó nokkrum halla. Þar verður útbúin lítil örvirkjun sem sýnir hvernig vatnsorka er nýtt til raforkuframleiðslu og þannig útskýrð virkni vatnsaflsvirkjana með áþreifanlegum hætti. Einnig er stefnt á að hafa litla miðlun og draga fram mikilvægi hennar í jöfnun raforkuframleiðslunnar. Þetta lón mætti jafnvel nýta sem vaðlaug á sumrin.
Líforka
Líforkuhlutinn er staðsettur í Garðyrkjustöðinni Ölri nærri trjásafni Sólheima en þar er að finna jarðgerðarvél sem forvinnur lífrænar leifar til áburðar.
Vindorka
Vindar blása á Sólheimum eins og annars staðar á Íslandi og því var tilvalið að setja upp vindmyllu sem einn kostinn enn í Orkugarðinum. Sett hefur verið upp 600W vindmylla sem meðal annars býður upp á fjölbreytta möguleika til að fylgjast með veðri og vindum á staðnum sem hægt er að miðla á netinu og nýta í fræðslu, auk þess sem hægt er að afla með henni mikilvægra upplýsinga til frekari uppbyggingar vindorku á Sólheimum.
Trjágaður
Trjásafn Sólheima var formlega opnað 5. júlí 2005 á 75 ára afmæli Sólheima. Í garðinum eru um 50 tegundir trjáplatna.
Trjásafn Sólheima
1 SÚLUBLÆÖSP
2 HENGIBJÖRK (Vörtubjörk)
3 STEINBJÖRK
4 ILMBJÖRK
5 ÚLFAREYNIR
6 BLÆÖLUR
7 BERGFURA
8 RUNNAREYNIR
9 SITKAGRENI
10 SITKAÖLUR
11 KASMÍRREYNIR
12 SVEIGFURA
13 ALASKAÖSP
14 BLÓÐBEYKI
15 EPLA TRÉ
16 SÍBERÍUÞINUR
17 HROSSAKASTANÍA
18 BRODDFURA
19 ILMREYNIR
20 FJALLAGULLREGN
21 GARÐAHLYNUR
22 SKRAUTREYNIR
23 RAUÐGRENI
24 BLÁGRENI
25 HVÍTGRENI
26 ALASKAVÍÐIR ‘Gústa’
27 LINDIFURA
28 RÓSAREYNIR
29 GRÁREYNIR
30 GRÁÖLUR
31 ÁLMUR
32 SNÆREYNIR
33 SKÓGARFURA
34 STAFAFURA
35 SUMAREIK
36 EVRÓPUASKUR
37 KNAPPAREYNIR
38 BLÆÖSP
39 ALPAREYNIR
40 FJALLAFURA
41 FJALLAÞINUR
42 HREGGSTAÐAVÍÐIR
43 SELJA
44 HEGGUR
45 KÖRFUVÍÐIR
46 STRANDAVÍÐIR
47 JÖRFAVÍÐIR ‘Katla’
48 VIÐJA
1 SÚLUBLÆÖSP
2 HENGIBJÖRK (Vörtubjörk)
3 STEINBJÖRK
4 ILMBJÖRK
5 ÚLFAREYNIR
6 BLÆÖLUR
7 BERGFURA
8 RUNNAREYNIR
9 SITKAGRENI
10 SITKAÖLUR
11 KASMÍRREYNIR
12 SVEIGFURA
13 ALASKAÖSP
14 BLÓÐBEYKI
15 EPLA TRÉ
16 SÍBERÍUÞINUR
17 HROSSAKASTANÍA
18 BRODDFURA
19 ILMREYNIR
20 FJALLAGULLREGN
21 GARÐAHLYNUR
22 SKRAUTREYNIR
23 RAUÐGRENI
24 BLÁGRENI
25 HVÍTGRENI
26 ALASKAVÍÐIR ‘Gústa’
27 LINDIFURA
28 RÓSAREYNIR
29 GRÁREYNIR
30 GRÁÖLUR
31 ÁLMUR
32 SNÆREYNIR
33 SKÓGARFURA
34 STAFAFURA
35 SUMAREIK
36 EVRÓPUASKUR
37 KNAPPAREYNIR
38 BLÆÖSP
39 ALPAREYNIR
40 FJALLAFURA
41 FJALLAÞINUR
42 HREGGSTAÐAVÍÐIR
43 SELJA
44 HEGGUR
45 KÖRFUVÍÐIR
46 STRANDAVÍÐIR
47 JÖRFAVÍÐIR ‘Katla’
48 VIÐJA
Kirkjugarður og Garður lífsins
Garður lífsins
Í garðinum er ráðgert að gróðursetja eitt tré fyrir hvert barn sem fæðist með lögheimili að Sólheimum. Í deiliskipulagi Sólheima er gert ráð fyrir þessum trjagarði á milli Bergmálshús og Sólheimakirkju.
Kirkjugarður
Kirkjugarður hefur verið útbúinn við Sólheimakirkju.