Leikfélag Sólheima
Leikfélag Sólheima var stofnað 1931, aðeins ári eftir að Sólheimar hófu starfsemi.
Það er því löng hefð fyrir starfi leikfélagsins á Sólheimum.
Á hverju ári eru settar upp metnaðarfullar sýningar þar sem öll fá tækifæri til að taka þátt.
Hefð er fyrir því að frumsýna á sumardaginn fyrsta.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um sýningu ársins og eldri sýningar.
ÓBYGGÐIRNAR KALLA
Leikfélag Sólheima setur upp leikritið Óbyggðirnar kalla í leikstjórn Magnúsar J. Magnússonar. Leikritið fjallar um ferðamenn á Íslandi sem komast í hann krappann í kynnum sínum við íslenska náttúru og tröll.
Leiðsögumennirnir gefast þó ekki upp og sjá um sína.
Skemmtileg fjölskyldusýning fyrir alla aldurshópa.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Sólheimaleikhúsinu.
Nánari upplýsingar í síma 847-5323
Miðar til sölu hér í vefverslun Sólheima
Næstu sýningar
Smelltu á dagsetningu til að kaupa miða
Ævintýralegt leikrit um ferðamenn sem villast í óbyggðum Íslands
Ferðasumarið er að hefjast og leiðsögumennirnir eru að gera sig klára fyrir allan ferðamannafjöldann, innlenda sem erlenda. En það leynist ýmislegt í óbyggðunum sem jafnvel leiðsögumennirnir búast ekki við.
Leikfélag Sólheima leikur sér hér, ásamt höfundi á frumlegan og sniðugan hátt með viðburði líðandi stundar, þekktar persónur úr dægurmenningu og þjóðsögum. Dægurlög sem allir Íslendingar þekkja halda svo þétt utan um söguþráðinn.
Leikstjórinn og höfundurinn, Magnús J. Magnússon er fæddur á Akureyri 11. júní 1954. Hann ólst þar upp til 16 ára aldurs en þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðar þar sem hann bjó til 1977. Þá var haldið til Reykjavíkur til náms og starfs og síðan þá hefur hann starfað sem kennari.
Alla tíð hefur hann starfað að leiklistarmálum, sérstaklega meðal barna og unglinga. Öll sumur frá 1980–1988 vann hann á Sólheimum og stjórnaði þar slátturhóp. Á þessum árum setti hann upp þrjár sýningar með Leikfélagi Sólheima. 1983 setti hann upp Hópinn og 1984
leikverkið Lífmyndir. Farið var með þá sýningu í 6 vikna leikferð um Ísland og og víða um Norðurlönd. Magnús hefur einnig sett upp sýningar hjá öðrum áhugaleikfélögum og framhaldsskólum.
Leifur Þór Ragnarsson tók ljósmyndirnar af leikritinu.