Menu
Menu
parallax

Sólheimakirkja

Sólheimakirkja

Öflugt starf hefur verið í Sólheimakirkju og guðþjónustur annan hvern sunnudag allt árið. Kirkjan hefur verið vel nýtt fyrir giftingar, skírnir og fermingar. Kirkjugarður er við Sólheimakirkju.

Öflugt tónlistarstarf er í Sólheimakirkju allt árið og er fjöldi kóra sem heimsækir Sólheima og heldur tónleika í kirkjunni. Á Menningarveislu Sólheima sem stendur frá byrjun júní og fram í byrjun ágúst eru tónleikar í kirkjunni alla laugardaga.

Sólheimakirkja

Það eru allir velkomnir í Sólheimakirkju

Vígð 3.júlí 2005

Arkitekt Sólheimakirkju er Árni Friðriksson hjá ASK arkitektastofu í Reykjavík

Aðrir hönnuðir eru Jón Guðmundsson verkfræðingur og Þór Stefánsson rafmagnstæknifræðingur

Fyrsta skóflustunga að Sólheimakirkju var tekin 30. júní árið 2000 af frú Magneu Þorkelsdóttur og dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi.

Kirkjan var vígð af Herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands, þann 3. júlí árið 2005, á sjötugasta og fimmta afmælisári Sólheima

Framkvæmdir hófust í ágúst árið 2002

Sólheimakirkja er 238 m2 að stærð, rúmtak hennar eru 1160 m3

Veggir eru steinsteyptir með torfhleðslu að utan. Þak kirkjunnar er úr timbri klætt með þakpappa og rekavið. Burðarvirki í þaki eru límtré.

Efnisval til byggingarinnar er í samræmi við þá stefnu Sólheima, að nota vistvæn efni

Kirkjan rúmar 168 manns í sæti niðri en á lofti er aðstaða fyrir 26 manns, samtals 194

Í anddyri er skrúðhús, fatahengi, salerni, ræsti- og tengiherbergi

Umsjón með smíði kirkjunnar höfðu þeir Agnar Guðlaugsson þáverandi framkvæmdastjóri Sólheima og Þorvaldur Kjartansson húsasmíðameistari

Kirkjan er í Mosfellsprestakalli. Sóknarprestur er Sr. Dagur Fannar Magnússon

Í nóvember 2004 var sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir kölluð sem prestur til starfa að Sólheimum og þjónaði hún fram í september árið 2005

Í október 2005 var sr. Birgir Thomsen kallaður til starfa sem prestur Sólheima og þjónaði til 31. des. 2015

Sr. Jóhanna Magnúsdóttir var vígð til Sólheima 15. nóvember 2015 og starfaði þar fram í ágúst 2016

Sr. Sveinn Alfreðsson var ráðin sérþjónustuprestur til Sólheima frá 1. september 2016 – 2019

Kirkjan er fjármögnuð af Styrktarsjóði Sólheima með peninga og efnisgjöfum einstaklinga og fyrirtækja. Kirkjan var skuldlaus á vígsludegi

Eigandi og ábyrgðaraðili að rekstri kirkjunnar eru Sólheimar

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!