Menu
Menu
parallax

Kolefnisjöfnun Sólheima

Hugsum um umhverfið

Umhverfisvernd og sjálfbærni hafa alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfi Sólheima.
Með auknum áhrifum gróðurhúsalofttegunda á lofthjúpinn verður augljósara með hverjum deginum að aðgerða er þörf. 
Eitt af því sem við getum gert til að koma í veg fyrir ofsahlýnun jarðar er að stuðla að aukinni bindingu kolefnis. Ein besta aðferðin til þess er að auka skógrækt. 

Fyrirtæki og einstaklingar geta kolefnisjafnað starfsemi sína í samstarfi við okkur.

Til að byrja að kolefnisjafna með Sólheimum getur þú farið beint í vefverslun okkar með þvi að smella hér og keypt plöntur eða haft samband við Skógræktina Ölur til að fá frekari upplýsingar eða gera samninga um kolefnis jöfnun. 

Hvað bjóðum við uppá ?

Við viljum bjóða ykkur að kolefnisjafna starfsemi fyrirtækisins í samvinnu við Sólheima. Það gerum við með því að gróðursetja 10 tré eða fleiri á landi Sólheima fyrir hvert tonn af losuðu koltvíoxíði

Jafnframt skapar þátttaka í verkefninu mikilvæg störf fyrir fatlaða íbúa Sólheima.

Okkar markmið

Markmið verkefnisins er að draga úr styrk gróðurhúsalofttegunda í aldrúmsloftinu með aukinni bindingu kolefnis í skógarvistkerfum.

Áætlun á umfangi kolefnislosunar hvers fyrirtækis er reiknuð og unnin í samvinnu við Sólheima. Hægt er að gera samning til 2-5 ára.

Hversu stórt er þitt fótspor?

Við getum gróðursett þitt fótspor!

Við vinnum þetta saman!

Fyrirtæki sem hafa bundið kolefni í samstarfi við Sólheima

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!