Opnunartímar  |   Símaskrá  |   English  |   RSS Fréttir  

Sýningar

Í Sesseljuhúsi er ávallt fjöldi áhugaverđra sýninga um efni sem tengjast umhverfismálum.

Fastasýningar 

Sýningin Hrein orka - betri heimur er eina fastasýningin í Sesseljuhúsi og er jafnframt stćrsta sýningin. Sýningin fjallar um endurnýjanlega orkugjafa, hún er ađ miklum hluta gagnvirk og mjög fróđleg fyrir alla fjölskylduna. Sýningin er unnin í samvinnu viđ Orkusetur, um uppsetningu og hönnun sáu Christelle Bimier og List og saga. Í vinnslu er utanhússhluti sýningarinnar, Orkugarđurinn, sem er sýning um ţá sjálfbćru orkugjafa sem notađir eru á Sólheimum, en hér eru í notkun vindmylla, sólarrafhlađa og hitaveita auk ţess sem veriđ er ađ byggja litla vatnsaflsvirkjun í bćjarlćknum.


Sérsýningar sumariđ 2011

Sýningin Endurvinnsla og skógar var opnuđ í byrjun mars í tengslum viđ Umhverfismars sem haldinn var á Sólheimum, en umhverfisfrćđsla var í fyrirrúmi allan mánuđinn. Sýningin er gerđ úr umbúđum og öđru sem í daglegu tali er kallađ rusl og til féll á einni viku hjá íbúum Sólheima. Afraksturinn varđ svokallađ skógarherbergi en ţar getur ađ líta ćvintýralegan og afar fallegan skóg úr rusli. Ástćđa ţess ađ gerđur var skógur úr ruslinu er ađ áriđ 2011 er tileinkađ skógum hjá Sameinuđu ţjóđunum og getur ađ líta frćđslu um mikilvćgi skóga á sýningunni auk umfjöllunar um umhverfismarsinn. Umsjónarmađur sýningarinnar

Sýningin Sjálfbćr ferđamennska verđur opnuđ um miđjan maí og er unnin í samstarfi viđ ferđamálafrćđi Háskóla Íslands. Nemendur í námskeiđinu Ferđamennska og umhverfi útbjuggu sýningarskilti um efniđ sem hanga frammi í Sesseljuhúsi.

Sýningin Sjálfbćrar byggingar verđur einnig opnuđ um miđjan maí og fjallar um mismunandi tegundir sjálfbćrra bygginga. Sýningin er unnin af starfsnemunum David Burt og Brennan Long sem báđir leggja stund á nám í arkítektúr og störfuđu viđ húsiđ s.l. haust.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

VEĐUR

Hitastig: -1°C

Vindátt: V

Vindhrađi: 8,2 m/s

Örlítiđ skýjađ

 
 
Sólheimar sjálfbćrt samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 480 4400 | solheimar@solheimar.is