Opnunartímar  |   Símaskrá  |   English  |   RSS Fréttir  

Sólheimakirkja

SólheimakirkjaÖflugt starf er í Sólheimakirkju og eru guđţjónustur annan hvern sunnudag allt áriđ. Kirkjuskóli er í Sólheimakirkju og er hann rekin í samstarfi viđ Mosfellsprestakall. Sólheimakirkja hefur einnig veriđ vel nýtt fyrir giftingar, skýrnir og fermingar. Unniđ er ađ ţví ađ koma upp kirkjugarđi viđ Sólheimakirkju og ađ ţví stefnt ađ hann verđi formlega vígđur á nćsta ári.

Öflugt tónlistarstarf er í Sólheimakirkju allt áriđ og er fjöldi kóra sem heimsćkir Sólheima og heldur tónleika í kirkjunni.  Á Menningarveislu Sólheima sem stendur frá byrjun júní og fram í byrjun ágúst eru tónleikar í kirkjunni alla laugardag.
 • Prestur Sólheima er Sr. Birgir Thomsen.
 • Ţađ  eru allir velkomnir í Sólheimakirkju.
 • Vígđ 3.júlí 2005
 • Arkitekt Sólheimakirkju er Árni Friđriksson hjá ASK arkitektastofu í Reykjavík
 • Ađrir hönnuđir eru Jón Guđmundsson verkfrćđingur og Ţór Stefánsson rafmagnstćknifrćđingur
 • Fyrsta skóflustunga ađ Sólheimakirkju var tekin 30. júní áriđ 2000,
 • af frú Magneu Ţorkelsdóttur og dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi.
 • Framkvćmdir hófust í ágúst áriđ 2002.
 • Kirkjan var vígđ af Herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands, ţann 3. júlí áriđ 2005, á sjötugasta og fimmta afmćlisári Sólheima.Sólheimakirkkja
 • Sólheimakirkja er 238 m2 ađ stćrđ, rúmtak hennar eru 1160 m3.
 • Veggir eru steinsteyptir međ torfhleđslu ađ utan. Ţak kirkjunnar er úr timbri klćtt međ ţakpappa og rekaviđ. Burđarvirki í ţaki eru límtré.
 • Efnisval til byggingarinnar er í samrćmi viđ ţá stefnu Sólheima, ađ nota vistvćn efni.
 • Kirkjan rúmar 168 manns í sćti niđri en á lofti er ađstađa fyrir 26 manns, samtals 194.
 • Í anddyri er skrúđhús, fatahengi, salerni, rćsti- og tengiherbergi.
 • Umsjón međ smíđi kirkjunnar höfđu ţeir Agnar Guđlaugsson ţáverandi framkvćmdastjóri Sólheima og Ţorvaldur Kjartansson húsasmíđameistari.
 • Kirkjan er í Mosfellsprestakalli. Sóknarprestur er Sr. Rúnar Ţór Egilsson.
 • Í nóvember 2004 var sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir kölluđ sem prestur til starfa ađ Sólheimum og ţjónađi hún fram í september áriđ 2005.
 • Í október 2005 var sr. Birgir Thomsen kallađur til starfa sem prestur Sólheima og hefur ţjónađ síđan.
 • Kirkjan er fjármögnuđ af Styrktarsjóđi Sólheima međ peninga og efnisgjöfum einstaklinga og fyrirtćkja. Kirkjan var skuldlaus á vígsludegi.
 • Eigandi og ábyrgđarađili ađ rekstri kirkjunnar eru Sólheimar.
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

VEĐUR

Hitastig: 9°C

Vindátt: NA

Vindhrađi: 2,1 m/s

Örlítiđ skýjađ

 
 
Sólheimar sjálfbćrt samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 480 4400 | solheimar@solheimar.is