Opnunartímar  |   Símaskrá  |   English  |   RSS Fréttir  

Saga Sólheima

Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir fćddist í Hafnarfirđi 5. júlí 1902. Foreldrar hennar voru Kristín Símonardóttir og Sigmundur Sveinsson.
Systkini Sesselju voru sjö; Steinunn, Sigríđur, Gróa, Ţórarinn, Kristinn, Lúđvik og Símon.  Sesselja fluttist tveggja ára ađ Brúsastöđum í Ţingvallasveit er fađir hennar tók viđ rekstri veitingahússins Valhallar.  Áriđ 1919 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur.

Sesselja stundađi nám í sex ár í Danmörku, Sviss og Ţýskalandi, m.a. í uppeldisfrćđi, barnahjúkrun og rekstri barnaheimila og var fyrsti Íslendingurinn sem lćrđi umönnun ţroskaheftra.
Á námsárunum í Ţýskalandi kynntist Sesselja kenningum dr. Rudolf Steiner (1861 – 1925 ) - ”anthroposophy” eđa mannspeki.  Sesselja stundađi einnig nám í garđyrkju, blómarćkt og međferđ alifugla.

Sesselja leigđi jörđina Hverakot af barnaheimilisnefnd Ţjóđkirkjunnar og stofnađi Sólheima 28 ára gömul, á afmćlisdegi sínum, ţann 5. júlí 1930.  Hún ól upp fjölmörg fósturbörn og var brautryđjandi í uppeldismálum og umönnun ţroskaheftra á Íslandi. Sesselja var frumkvöđull í lífrćnni rćktun, ekki ađeins á Íslandi heldur líka á Norđurlöndum og er í raun fyrsti íslenski umhverfissinninn.

Eftir ađ Sesselja flutti til Íslands 1930 stóđ hún í bréfaskriftum viđ fjölda fólks í Danmörku, Ţýskalandi, Hollandi, Englandi og Sviss, m.a. um lífeflda rćktun (bio-dynamics) og mannspeki og ferđađist hún reglulega til ţessara landa.  Međal ţeirra sem hún átti í bréfaviđskiptum voru dr. Karl König, stofnandi Camphill-hreyfingarinnar í Bretlandi, Sólveig Nagel frá Noregi og Caritu Stenback frá Finnlandi en ţćr voru frumkvöđlar í málefnum ţroskaheftra í sínum heimalöndum.

Sesselja ćttleiddi tvö börn: Hólmfríđi og Elvar og ól upp 14 fósturbörn.

Elvar lést 27. nóvember 1963.

Sesselja giftist Rudolf Richard Walter Noah 17. mars 1949. Noah var ţýskur tónlistarmađur og kennari, sem kom til Íslands 1935 en var handtekinn af breska hernum 5. júlí 1940 og fluttur í fangabúđir til Englands. Noah fékk ekki leyfi til ađ koma til Íslands fyrr en 1949 eftir níu ára fjarveru.  Hann fór aftur til Ţýskalands 7. mars 1953 án ţess ađ Sesselja og hann skildu formlega. Noah lést í Ţýskalandi 1967.

Sesselja lést á Landakotsspítala í Reykjavík 8. nóvember 1974, 72 ára gömul.

Jónína Michaelsdóttir rithöfundur skrifađi bókina 'Mér leggst eitthvađ til - sagan um Sesselju Sigmundsdóttur og Sólheima”.  Bókin var gefin út af Styrktarsjóđi Sólheima áriđ 1990.

Draumsýn Sesselju


Ţegar Sesselja var viđ nám erlendis áriđ 1928 skrifađi hún hjá sér í stílabók hugmyndir sínar og drauma:

Mín jörđ
Stóra jörđ og mikiđ bú. Međ lćk, fossi og hverum.
Hita upp međ hvernum og sjóđa í hveravatni.

Bygging;
Fá lán hjá bćnum;
Byggja fyrst hús sem ég seinna get notađ fyrir verkstćđi.
Ţroska og ćfa kraftana ţar.
Verkstćđi og búđ á bćnum.
Byrja strax ađ útbúa ýmsa handavinnu.
Hafa stúlku viđ ţađ.
Skerma úr ýmsum efnum, silki, voal og vefnađi, basti og pappír.
Búa til töskur, toilettpúđa, tehettur, sófapúđa, myndaalbúm, bókahnífa, tedósir, sígarettukassa, servettuhringi o.fl.
Tinvinna
Blómaglös, kassa, lampa, ávaxtaskálar.
Kaupa teikningar og innramma sjálf. Listar frá Kaupmannahöfn og Ţýskalandi.

Tágaverkstćđi;
Hafa einn mann sem getur útbúiđ allt sem hćgt er ađ útbúa úr tágum, borđ, stóla, bekki, blómaborđ, saumaborđ og körfur.  Selja blómakörfur.
Láta verksmiđju smíđa lampafćtur. Pólera sjálf.
Láta verksmiđju smíđa legubekksgrindur. Hafa ţá međ heimaofnu.
Skaffa eđa hafa góđa legubekki.
Selja allt í herbergi fyrir einhleypt fólk.
Hafa allt heimaofiđ, einfalt en ţó smekklegt.
Hafa útstillingar í Reykjavík.
Prjónavél, vefstóll.
Hafa stúlku sem getur prjónađ, saumađ og ofiđ.  Taka hjálp ţegar á liggur eđa hafa fleiri ţegar ţađ borgar sig.
Selja mublufóđur, dúka, vegg-, dyra- og gluggatjöld.

Fyrir jólin;
Hafa alltaf miklar útstillingar, basar, bögglauppbođ.
Hafa alltaf miklar auglýsingar ţegar útlendingar koma. Tungumál. Verđ, má til!

Búiđ;
Hafa búskapinn sér.
Hafa vinnufólkiđ mest á bćnum.
Hafa vinnustofurnar ţar.

Hćnsnarćkt:
Byggja stórt hćnsnahús fyrir hundrađ.
Kaupa og safna voreggjum.  Geyma í "wasser glasser".
Selja ađ haustinu.
Hafa sumargesti og börn.

Hverakot


Sólheimar eru á jörđinni Hverakoti, sem byggđ var úr landi Hamra. Jörđin er talin hafa veriđ í byggđ 1650, en Jarđabókin áriđ 1708 telur Hverakot eyđijörđ.  Aftur var jörđin komin í byggđ um 1800 og stóđu ţá bćjarhúsin viđ hverinn. Um 1850 voru bćjarhúsin flutt frá hvernum upp á hólinn norđan viđ hverinn. Bćjarhúsin í Hverakoti féllu í jarđskjálftanum 1896. Hverakotsbćrinn taldist ekki íbúđarhćfur 1930 en endur voru hafđar í gömlu bađstofunni. Bćjarhúsin voru síđan jöfnuđ viđ jörđu eftir 1950.

Hverakotsjörđin er um 250 hektarar ađ stćrđ, ţar af hafa 37 hektarar veriđ teknir úr ábúđ vegna ţéttbýlis. Austurhluti jarđarinnar nćr ađ Brúará, en ađ miklum hluta er jörđin mýrlendi.

Barnaheimilisnefnd ţjóđkirkjunnar undir forystu sr. Guđmundar Einarssonar á Mosfelli keypti jörđina 31. mars 1930 á átta ţúsund krónur. Sama dag var gerđur leigusamningur viđ Sesselju. Landskuld og leiga skyldi greiđast á fardögum međ 400 krónum.

Er Sólheimar voru gerđir ađ sjálfseignarstofnun 12. janúar 1934 lagđi barnaheimilisnefnd jörđina til en Sesselja byggingar, innanstokksmuni og bú.

Sólheimar


Starf Sólheima hófst 5. júlí 1930 í tjöldum en ţann dag komu fyrstu fimm börnin og nokkru síđar bćttust önnur fimm viđ. Ekkert íbúđarhćft hús var á stađnum og ţví búiđ í tjöldum ţar til Sólheimahúsiđ var fokhelt 4. nóvember um veturinn og hćgt var ađ flytja inn í kjallarann. Lúđvík bróđir Sesselju smíđađi trégólf í tjöldin og leiddi undir ţau hita frá hvernum.

Sólheimar voru stofnađir sem barnaheimili, einkum fyrir börn sem bjuggu viđ erfiđar heimilisađstćđur svo sem foreldramissi eđa veikindi foreldra. Einnig voru tekin börn til sumardvalar. Haustiđ 1931 kom fyrsta ţroskahefta barniđ ađ Sólheimum en ţá voru engin úrrćđi til á Íslandi fyrir ţroskahefta og ţess voru dćmi ađ ţroskaheft fólk vćri geymt í útihúsum.

Áriđ 1934 voru skráđ '11 heilbrigđ börn og 8 fávitar, auk sumardvalar barna' og áriđ 1936 '10 börn heilvita, 14 fávitar, auk barna í sumardvöl'. Starfsmannaskortur var mikill á árunum 1942 – 1944. Eftir stríđ voru nćr eingöngu ţroskaheftir á Sólheimum, auk fósturbarna Sesselju og sumarbarna. Áriđ 1952 voru skráđir 16 fatlađir, 1956 25 fatlađir og 1964 45 fatlađir.

Sesselja lagđi áherslu á ađ Sólheimar vćru heimili en ekki stofnun og ađ fatlađir sem ófatlađir deildu kjörum í daglegu lífi og starfi. Á Sólheimum markađist upphaf ţeirrar stefnu sem nefnd er samskipan fatlađra og ófatlađra eđa blöndun en sú stefna var ekki ţekkt erlendis fyrr en um og eftir 1970. Sólheimar voru alla tíđ skráđ barnaheimili en 1984 var ţess krafist ađ Sólheimar vćru skráđir vistheimili og var svo í níu ár, ţar til vistun fatlađra lauk í janúar 1994 á Sólheimum. Á ţeim tímamótum tóku fatlađir upp sjálfstćđa búsetu á Sólheimum. Ţeir fá greiddar örorkubćtur í stađ vasapeninga vistmanna og greiđa leigu fyrir sitt húsnćđi og standa straum af kostnađi viđ eigiđ heimilishald. Fatlađir íbúar eru nú 42 af um rúmlega eitt hundrađ íbúum Sólheima.

Uppbygging

Fljótlega eftir ađ Sólheimahúsiđ var risiđ var fariđ ađ huga ađ frekari uppbyggingu. Selhamar er fyrsta húsiđ sem sérstaklega er byggt fyrir ţroskahefta á Íslandi. Húsiđ var reist 1932 – 1933 en Alţingi styrkti framkvćmdina međ 15 ţúsund króna framlagi. Sólheimahúsiđ og Selhamar voru lengi einu íbúđarhúsin á Sólheimum eđa ţar til 1962 ađ húsin Sveinalundur og Lćkjarbakki voru byggđ og síđan Hvammur, Birkihlíđ og Fagrabrekka áriđ 1970. Byggingafélagiđ Gođi gaf Sólheimum sundlaug 1942, sem byggđ var viđ hliđina á Sólheimahvernum. Sundlaugin var endurbyggđ af Lionsklúbbnum Ćgi 1980.

Viđbygging viđ Sólheimahúsiđ var tekin í notkun ţann 7. maí 1966 en hún hýsir borđsal, eldhús og ţvottahús í kjallara. Međ ţessum byggingum var kominn vísir ađ ţéttbýli ađ Sólheimum. Fyrstu fimm árin var enginn sími á Sólheimum og rafmagn fékkst ekki fyrr en 1956 eftir mikla baráttu, ţrátt fyrir ađ stćrstu raforkuver landsins vćru í hreppnum. Vindmylla var sett upp á Sólheimum 1943 og framleiddi rafmagn fyrir lýsingu í Selhamri og í Sólheimahúsi en um var ađ rćđa 32 volta rafstöđ.

Áriđ 1986 samţykkti framkvćmdastjórn Sólheima áćtlun um byggingu íbúđarhúsnćđis fyrir fatlađa íbúa Sólheima međ ţađ ađ markmiđi ađ gefa öllum sem ţess óskuđu kost á sérbýli. Á sjö árum, frá 1987 til 1994, voru byggđ 3 sambýli og 17 íbúđir fyrir fatlađa. Á sama tíma var flest eldra húsnćđi gert upp og breytt í íbúđir. Byggđahverfi var risiđ ađ Sólheimum.

Íbúđarhúsnćđi byggt eftir 1986 er eign Styrktarsjóđs Sólheima og ađ mestu fjármagnađ međ lánum frá byggingasjóđi verkamanna og síđar Íbúđalánasjóđi. Áriđ 1999 var lokiđ byggingu fyrsta íbúđarhússins í einkaeign á Sólheimum. Íbúđarhúsin sem byggđ eru eftir 1986 bera nöfn úr ritverkum Halldórs Laxness svo og götuheiti.

Áriđ 1993 var stofnuđ ţjónustumiđstöđ sem veitir ţeim einstaklingum ţjónustu sem vegna fötlunar axla ekki ţá ábyrgđ ađ búa ađ öllu leyti einir. Ţjónustumiđstöđin skiptist í tvö sviđ: heimilissviđ og atvinnusviđ.

Atvinna á Sólheimum byggđi í fyrstu á landbúnađi og garđyrkju. Fyrstu árin leigđi Sesselja hluta af Hömrum og rak ţar fjárbú. Síđar var byggt fjós á Sólheimum og ţar rekiđ kúabú. Forsendur voru ekki fyrir ţeim rekstri eftir ađ niđurgreiđslur urđu stór hluti mjólkurverđs og Sólheimum var neitađ um ţćr. Vefstofa tók til starfa um 1940, trésmíđaverkstćđi 1979 og kertagerđ um svipađ leyti . Um langt skeiđ var starfandi brúđugerđ og bókband.

Áriđ 1995 var samţykkt stefnumótun í atvinnumálum. Ákveđiđ var ađ skilja á milli verndađra vinnustađa og sjálfstćtt starfandi fyrirtćkja í eigu Sólheima. Nú eru starfandi fjögur fyrirtćki og sex verkstćđi á Sólheimum. Sesseljuhús, umhverfissetur er einnig starfrćkt sjálfstćtt.

Helstu byggingarHelstu byggingar reistar eftir 1985 eru byggđar fyrir gjafa- og söfnunarfé, án opinberrar ađstođar og framlags úr framkvćmdasjóđi fatlađra.

Íţróttaleikhús Sólheima var reist 1985 m.a. fyrir söfnunarfé eftir Íslandsgöngu Reynis Péturs Ingvasonar. Gólfflötur íţróttaleikhússins er 759 fermetrar og tekur ađalsalurinn um 200 manns í sćti. Á jarđhćđ er ađstađa fyrir líkamsrćkt, sjúkraţjálfun og nudd.

Ólasmiđja var tekin í notkun 5. júlí 1995 á 65 ára afmćli Sólheima og er 754 ferm. ađ stćrđ. Ólasmiđja er fyrsta sérbyggđa handverkshúsiđ á Sólheimum og ber nafn Óla M. Ísakssonar sem heimsótti Sólheima fyrst 92 ára og varđ mikill velgjörđamađur stađarins. Í Ólasmiđju eru kertagerđ Sólheima og trésmíđa- og hljóđfćraverkstćđi.

Ingustofa var tekin í notkun 5. júlí áriđ 2000 á 70 ára afmćli Sólheima. Ingustofa ber nafn Ingu Berg Jóhannsdóttur, stofnanda Húsasmiđjunnar sem var mikill velgjörđarmađur Sólheima. Húsiđ er 464 ferm. ađ stćrđ. Í Ingustofu er listsýningarsalur og fjórar vinnustofur, listasmiđja, vefstofa, jurtastofa og leirgerđ.

Sesseljuhús var formlega tekiđ í notkun 5. júlí áriđ 2002 ţegar eitt hundrađ ár voru liđin frá fćđingu Sesselju Hreindísar, stofnanda Sólheima. Húsiđ er sýningrhús um sjálfbćra byggingar og frćđslumiđstöđ fyrir umhverfismál. Ríkissjóđur veitti 70 m. kr. framlag til byggingar hússins.

Sólheimakirkja var vígđ 5. júlí 2005 á 75 ára afmćli Sólheima. Sigurbjörn Einarsson biskup og Magnea Ţorkelsdóttir tóku fyrstu skóflustunguna ađ kirkjunni en herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands vigđi kirkjuna. Kirkjan var eingöngu byggđ fyrir gjafarfé.

ur viđ Sesselju. Landskuld og leiga skyldi greiđast á fardögum međ 400 krónum.

Er Sólheimar voru gerđir ađ sjálfseignarstofnun 12. janúar 1934 lagđi barnaheimilisnefnd jörđina til en Sesselja byggingar, innanstokksmuni og bú.

Listir og menning


Lista- og menningarstarf hefur ávallt veriđ snar ţáttur í starfi Sólheima. Fyrsta leikritiđ sem tekiđ var til sýningar á Sólheimum er leikritiđ “Ásta” eftir Margréti Jónsdóttur. Leikritiđ var sýnt 1931 en eftir ţađ hafa veriđ sýnd leikrit árlega. Sesselja kynntist í Ţýskalandi og Sviss helgileikritum frá miđöldum og ţýddi Jakob J. Smári tvö leikrit fyrir hana; 'Fćđingu Jesús' og 'Vitringana frá Austurlöndum'. Eftir ađ Rudolf Noah kom ađ Sólheimum 1935 og dvaldi ţar til 1940 og síđar frá mars 1949 til 7. mars 1953 sá hann ađ mestu um sviđssetningu leikrita ađ Sólheimum. Leikrit hafa síđan veriđ fćrđ upp árlega og síđustu árin međ virkri ţátttöku fatlađra sem ófatlađra, barna sem fullorđinna. Áriđ 1984 fór Leikfélag Sólheima í leikferđ um Norđurlöndin međ leikritiđ 'Lífmyndir'. Ţá hafa veriđ gerđar nokkrar leiknar kvikmyndir á Sólheimum.

Tónlist hefur veriđ í hávegum höfđ frá fyrstu tíđ og flestum stundum hefur starfađ tónlistarmenntađ fólk á Sólheimum, sem haldiđ hefur uppi öflugu tónlistarlífi. Flutt voru inn hljóđfćri og önnur smíđuđ á stađnum til tónlistarkennslu áđur en fariđ var ađ kenna tónlist almennt í skólum hér á landi.

Frá árinu 1989 hefur Sólheimakórinn haldiđ uppi reglubundnu starfi.  Í dag er starfandi tónmenntakennari á Sólheimum.

Höggmyndagarđur Sólheima var formlega opnađur af Birni Bjarnasyni, menntamálaráđherra 10. júní 2000. Í höggmyndagarđinum eru verk eftir brautryđjendur íslenskrar höggmyndagerđar frá 1900 til 1950. Ţá var höggmyndin Stafnbúinn eftir Helga Gíslason myndhöggvara reist á Austur-Ási áriđ 1995. Höggmyndin var gefinn Sólheimum í tilefni af 50 ára afmćli Péturs Sveinbjarnarsonar stjórnarformanns. Í undirbúningi er ađ reisa högmyndina Sólgátt eftir Rúrí á Vestur Ási.

Skátafélag Sólheima hefur tekiđ ţátt í landsmótum skáta og Alheimsmóti skáta í Ástralíu 1986 og Englandi 2008.  Íţróttafélagiđ Gnýr hefur haldiđ uppi reglubundnu íţróttastarfi undanfarin fimmtán ár og sent keppendur á mót hér á landi og erlendis.

Kennsla hófst á Sólheimum áriđ 1931 en áriđ 1943 samţykkti frćđslumálastjórnin ađ kosta fasta stöđu kennara á Sólheimum. Síđar var ţessi stađa yfirtekin af fullorđinsfrćđslu fatlađra og kennsla flutt frá Sólheimum á Selfoss.

Erlend áhrif

Fyrstu árin eru erlendir starfsmenn í meirihluta á Sólheimum. Flestir voru ţýskir en einnig voru hér um lengri eđa skemmri tíma danskir, sćnskir, norskir, finnskir, enskir og svissneskir starfsmenn. Flestir ţessara starfsmanna voru vel menntađ fagfólk svo sem í garđyrkju, tónlist, tréskurđi, myndlist, hjúkrun og umönnun barna. Erlend sjálfbođaliđasamtök hafa veriđ í samstarfi viđ Sólheima og eru enn. Ţá koma hópar frá samtökum til Sólheima og starfa í eina til tvćr vikur. Síđustu tvo áratugi hafa erlendir skiptinemar dvaliđ ađ Sólheimum á hverju ári, 4-5 í einu og dveljast ţá í 6-12 mánuđi. Undanfarin ár hefur tćpur tíundi hver íbúi ađ Sólheimum af erlendu bergi brotinn. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ erlend áhrif hafa auđgađ mannlífiđ og verkmenningu ađ Sólheimum.


Deilur

Starf Sólheima mćtti oft tortryggni og andúđ. Lög um barnavernd og stofnun barnaverndarnefnda og -ráđs voru samţykkt 1932. Fljótlega á eftir risu harđar deilur milli Sesselju og yfirvalda um stefnuna í rekstri Sólheima. Nćstu tvo áratugina skarst oft í odda og stundum mjög alvarlega. Yfirvöld vildu ekki ađ á Sólheimum vćru vistuđ samtímis fötluđ og ófötluđ börn, ţví ţau töldu ađ “heilbrigđ börn gćtu boriđ andlegt og líkamlegt tjón af umgengni viđ fávitana”. Ţá ríkti ágreiningur um ađ grćnmeti vćri haft til matar, ţótt börnunum vćri einnig gefiđ ađ borđa kjöt, fiskur og mjólk.

Ţann 9. júní 1945 svipti barnaverndarráđ Sesselju réttinda til ađ veita Sólheimum forstöđu. Sesselja kćrđi ţann úrskurđ og 1. apríl 1948 ógilti Hćstiréttur úrskurđ barnaverndarráđs.

Ţann 12. september 1946 setti ríkisstjórnin bráđabirgđalög, ađeins tíu dögum fyrir samkomudag Alţingis, um ađ taka Sólheima leigunámi. Tilgangur laganna var ađ ríkiđ yfirtćki Sólheima og koma skyldi Sesselju í burtu af stađnum. Bráđabirgđalögin hlutu ekki stađfestingu Alţingis, ţar sem Alţingi var leyst upp vegna ágreinings um Keflavíkurflugvöll.

Frá 1948 til 1980 ríkti friđur um starfsemi Sólheima.

Ţann 1. janúar 1980 tóku gildi lög um ađstođ viđ ţroskahefta. Stofnađar voru svćđisstjórnir og framkvćmdanefnd á vegum félagsmálaráđuneytisins. Hófst ţá aftur erfiđleikatímabil í samskiptum viđ stjórnvöld.

Ríkiđ náđi ţví markmiđi sínu ađ mestu ađ yfirtaka Sólheima áriđ 1983, ţegar félagsmálaráđuneytiđ stóđ fyrir ţví ađ Sólheimar voru settir á föst fjárlög. Launamál voru yfirtekin af fjármálaráđuneytinu, fjárveiting lćkkuđ um 40 % miđađ viđ föst fjárlög og engin fjárveiting veitt til viđhalds húsnćđis og tćkja. Ţessi ákvörđun var tekin án samráđs og samţykkis stjórnar Sólheima og varđ ekki hnekkt fyrr en tíu árum síđar er sjálfseignastofnunin fékk fullt sjálfstćđi um rekstur Sólheima ađ nýju.

Ţann 9. nóvember 1987 lögđu fulltrúar ţáverandi félagsmálaráđherra, sem sátu í nefnd um búsetumál á Sólheimum, til “ađ ţjóđkirkjan afhenti félagsmálaráđherra Sólheima frá og međ nćstu áramótum”.

Áriđ 1991 voru samţykkt lög um félagsţjónustu sveitarfélaga. Frá ţví lögin voru samţykkt hefur sveitarstjórn Grímsnesshrepps (nú Grímsness- og Grafninshrepps) hafnađ lögbundinni liđveislu viđ fatlađa íbúa á Sólheimum.

Ţann 23. janúar 1996 samţykkti sveitarstjórn Grímsnesshrepps ađ yfirtaka starfsemi Sólheima. Samţykktin var ítrekuđ 26.ágúst 1996.

Stjórn og fulltrúaráđ


Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir veitti Sólheimum forstöđu ţar til hún lést 1974. Náiđ samstarf var međ Sesselju og sr. Guđmundi Einarssyni á Mosfelli. Guđmundur var lengi formađur barnaheimilisnefndar ţjóđkirkjunnar. Hann stóđ fyrir kaupunum á jörđinni Hverakoti og gekk frá skipulagsskrá Sólheima međ Sesselju, sem stađfest var 1934. Guđmundur lést 1948.

Eftir lát Sesselju skipađi barnaheimilisnefnd ţjóđkirkjunnar fulltrúa í fimm manna stjórn Sólheima en áriđ 1987 var gerđ breyting á skipulagsskrá Sólheima og sett á stofn fulltrúaráđ skipađ 21 fulltrúa, sem kaus fimm manna framkvćmdastjórn á ađalfundi ár hvert. Áriđ 2004 var samţykkt ný skipulagsskrá. Fulltrúaráđsmenn eru 17 og kjörtímabil fulltrúaráđsmanns fjögur ár. Fimm manna framkvćmdastjórn er kosinn úr hópi fulltrúaráđsmanna til eins árs í senn.

Ţrír einstaklingar hafa gegnt formennsku frá 1975.

Fyrsti formađur stjórnar Sólheima var sr. Ingólfur Ástmarsson, 1975 – 1978, sr. Valgeir Ástráđsson 1979 –1984 og Pétur Sveinbjarnarson frá 1984, en varaformađur frá 1979.

VerndarenglarLionsklúbburinn Ćgir var stofnađur 1957. Klúbburinn hefur stutt starfsemi Sólheima allt frá stofnun. Í fyrstu voru íbúum fćrđar jólagjafir og síđar voru Sólheimum fćrđ rafmagnstćki. Á sjöunda áratugnum ađstođuđu Ćgismenn viđ byggingu húsa svo og fjármögnun og umsjón međ viđbyggingu mötuneytis viđ Sólheimahús og endurbyggingu sundlaugar. Klúbburinn hefur á hverju ári gefiđ Sólheimum stórgjafir. Má sem dćmi nefna samtengt eldvarnarkerfi, eldhústćki og búnađ, gólf í íţróttaleikhús, bifreiđ, byggingaefni í Ólasmiđju, húsgögn og búnađ í sambýli, leirbrennsluofn í Ingustofu og búnađ í jurtagerđ.

Ţá hafa Lionsfélagar stađiđ fyrir gróđursetningarferđum ađ Sólheimum og árlegum jólafagnađi í desember en ţađ er einn af hápunktum í skemmtanahaldi íbúa. Einstaklingar í klúbbnum hafa einnig veriđ Sólheimum styrk stođ í rekstri og verklegum framkvćmdum.

Gunnar Ásgeirsson stórkaupmađur, félagi í Ćgi var kjörinn heimilisvinur Sólheima 24. maí 1990. Gunnar lést 7. júlí 1991.

Á 70 ára afmćli Sólheima 5. júlí áriđ 2000, var Tómas Grétar Ólason kjörinn heimilisvinur Sólheima. Tómas Grétar hefur veriđ félagi í Ćgi í áratugi og átt sćti í fulltrúaráđi og stjórn Sólheima, lengst af sem varaformađur.
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

Skráđu ţig á póstlistann okkar.

VEĐUR

Hitastig: -3°C

Vindátt: N

Vindhrađi: 4,1 m/s

Örlítiđ skýjađ

 
 
Sólheimar sjálfbćrt samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 480 4400 | solheimar@solheimar.is